Uppbrot á skólastarfi í vikunni

29.11.2010

Miðvikudaginn 1. desember verður okkar árlegi fullveldis-ratleikur.
Þann dag eru nemendur í skólanum frá kl. 8.10-12:00 enda sveigjanlegur skóladagur á skóladagatali.
Þeir nemendur í yngri deild sem eiga alla jafna dvöl í heilsdagsskóla fara þangað að loknum hádegishléi.

{nl}

Fimmtudaginn 2. desember klæðum við skólann okkar í hátíðarbúning og höldum svokallaðan skreytingardag.
Nánari upplýsingar um þann dag fáið þið eflaust frá umsjónarkennurum en þann dag eru nemendur í skólanum skv stundaskrá.

{nl}

Ýmislegt annað uppbrot er hjá okkur í vikunni.
Hluti nemenda fer á Pollapönk tónleika í Gaflaraleikhúsinu á föstudag.
Eilítið eldri nemendur fengu Margréti Örnólfsdóttur rithöfund í heimsókn í morgun.
Enn aðrir fá síðan Þorgrím Þráinsson rithöfund og hægri bakvörð í heimsókn á föstudag.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is