Heimavinna vikuna 26.-3. desember

26.11.2010

Heimavinnupakkinn sem fer heim með nemendum föstudaginn 26.nóvember er sá síðasti fyrir jól. Heimalestur er eina heimavinnan eftir 3. desember.

{nl}

Heimavinnupakki vikunnar:

{nl}

 

{nl}

ÍSLENSKA:

{nl}

Heimalestur: Lesa daglega og skrifa í orðabókina a.m.k 3 sinnum í viku 5-10 orð.

Stafsetning:  Upplestur verður næstkomandi fimmtudag.
 Skoða vel textann aftan á heimavinnuáætluninni.

Málrækt:  Undirbúa sig undir málræktarkönnun (sjá blað í heimavinnumöppu) sjá hér að neðan

{nl}

Nafnorð:

{nl}

 

{nl}

Nemendur þurfa að þekkja nafnorð og vita að þau skiptast í sérnöfn og samnöfn.

{nl}

 

{nl}

Sérnöfn:  eru nafnorðskrifuð með stórum staf og eru heiti manna, dýra, staða.   Sérnöfn bæta sjaldnast við sig greini.

{nl}

T.d. Einar, Snati, Hafnarfjörður,

{nl}

 

{nl}

Samnöfn:  er stór hluti nafnorða, en samnöfn eru sameiginleg heiti á hlutum og fyrirbærum hvort sem þau eru snertanleg eða ekki. Samnöfn má þekkja á því að bæta við sig greini.

{nl}

T.d.  maður, borð, stúlka, stóll osfrv.

{nl}

 

{nl}

Helstu einkenni nafnorða:

{nl}

 

{nl}

1.      Þau bæta við sig greini, þ.e.a.s. maður – maðurinn (hjáparorð = minn), kona – konan (hjálparorð = mín) og barn – barnið (hjálparorð = mitt)

{nl}

 

{nl}

T.d. borð – borðið (mitt), köttur – kötturinn (minn) og húfa – húfan (mín)

{nl}

 

{nl}

2.      Þau flokkast eftir kynjum, þ.e.a.s. maður = karlkyn (hjálparorð = hann/þeir), kisa = kvenkyn (hjálparorð = hún/þær) og teppi = hvorugkyn (hjálparorð = það/þau)

T.d.  (það) borðið = hvorugkyn,  (hann) skápurinn =karlkyn og
(hún) úlpan = kvenkyn.

{nl}

 

{nl}

3.      Þau fallbeygjast.
T.d.   nefnifall(nf.)  hér er hundur
         þolfall (þf.)     um     hund
         þágufall (þgf.) frá     hundi
         eignarfall (ef.) til       hunds

{nl}

 

{nl}

4.     Þau standa í eintölu (et.) og fleirtölu (ft.)

{nl}

 

{nl}

T.d.  maður –menn,  kona – konur og barn – börn

{nl}

 

{nl}

Einnig komum við til með að skoða samheiti (orð sem hafa sömu merkingu t.d. svanur –álft, fákur – hestur osfrv.  Andheit (orð sem hafa andstæða merkingu t.d. nótt – dagur,  heitt –kalt osfrv.

{nl}

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is