Velferð barna í Áslandsskóla

3.11.2010

Stjórn foreldrafélagsins vill vekja athygli á því starfi sem lítur að því að sporna gegn einelti í skólanum. Í byrjun september gengu sálfræðingur og námsráðgjafi í alla 4. til 10. bekki og ræddu við börnin um einelti, einkenni þess þar á meðal rafrænt einelti og afleiðingar eineltis. Krakkarnir voru hvattir til að hjálpast að með að vinna gegn einelti í skólanum í vetur. Sjá hér glærur.

Umsjónarkennarar munu halda umræðunni gangandi með því að ræða reglulega þessi atriði við börnin og hafa margir þeirra nú þegar yfirfarið punktana með bekknum sínum.

Það er ósk og von okkar allra hér í Áslandsskóla að foreldrar ræði þessi mál við börn sín með reglubundnum hætti. Um er að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir til að sporna við einelti. Forvarnir sem þessar skila hvað bestum árangri séu allir þeir sem að börnunum standa samtaka.

Ef foreldrar telja að barn þeirra verði fyrir einelti í skólanum þá má finna eyðublaðið "Tilkynning um einelti" hér:
http://www.aslandsskoli.is/nemendavernd.htm.

Einnig langar okkur að vekja athygli á skýrslu starfshóps á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, félags- og tryggingamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis sem hefur sett fram 30 tillögur um samhæfðar aðgerðir gegn einelti. Kynnið ykkur endilega efni hennar: 30 tillögur um samhæfðar aðgerðir gegn einelti.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is