Vel sótt forvanarfræðsla

29.10.2010

Miðvikudaginn 20. október sl. buðu Áslandsskóli og foreldrafélag skólans upp á Marita forvarnarfræðslu fyrir nemendur í 7.-10.bekk á skólatíma og að kvöldi til fengu foreldrar keimlíka fræðslu.

{nl}

Foreldrafundirnir voru tveir, annar fyrir foreldra nemenda í 7.bekk og mættu um 40 manns á þann fund. Síðari fundurinn var fyrir foreldra nemenda í 8.-10.bekk og var mæting þar einnig góð, eða um 60 manns sem mættu.

{nl}

Magnús Stefánsson sá um Marita fræðsluna og kom Geir Bjarnarson forvarnarfulltrúi á síðari fundinn um kvöldið til að fara yfir niðurstöður úr vímuefnarannsókn sem nemendur í Áslandsskóla tóku þátt í sl. vor.

{nl}

 Dagurinn gekk mjög vel og voru nemendur jafnt sem foreldrar vonandi ánægðir með fræðsluna.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is