Kaffispjall

10.10.2010

Sameiginlegt kaffispjall allra bekkja í hverjum árgangi fer fram
á tímabilinu 18. - 28. október, annaðhvort síðdegis eða eftir kvöldmat.

{nl}

Bekkjarfulltrúar tilkynna fljótlega hvenær viðkomandi árgangur verður með kaffispjall en umsjónarkennarar ákveða tímasetninguna í sameiningu. Foreldrar fá þarna tækifæri til að hittast með kennurum, ræða málin og skiptast á skoðunum. Áhersla er lögð á að ræða bæði það sem vel gengur og það sem má bæta.

{nl}

Markmiðið með kaffispjallinu er að styrkja samstarf heimila og skóla, efla samstarf innan árganga í skólanum, mynda betri tengsl milli bekkjarfulltrúa, umsjónarkennara og foreldra í árgöngum og stuðla að jafnræði í bekkjum innan sama árgangs. Það skiptir því miklu máli að sem flestir foreldrar mæti.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is