Skólamyndataka 11. og 12. október

7.10.2010

{nl}


Myndataka fer fram í 1., 4., 7. og 10. bekk

Myndaðir verða ofangreindir bekkir og einstaklingsmyndir af öllum í viðkomandi bekkjum.  Þegar þessu er lokið fara viðkomandi myndir inn á opinn vef ljósmyndastofunnar,
www.ljosmynd.is , fólk skoðar, velur og pantar. Hverjum og
einum er síðan frjálst að kaupa eftir hans / hennar hentugleik.

{nl}

Engin greiðsla fer fram áður og engin innheimta á sér stað í skólanum, eingöngu um leið og pantað er á vefnum.  Frjálst val.

Hópmynd kostar það sama og undanfarin ár, kr: 2500.- hún
er í stærðinni 20x25cm með nöfnum allra sem á myndinni eru.

Algengasta myndapöntun er sú sama og var í fyrra og kostar það sama núna kr: 2000.- í henni er innifalið eftirfarandi

{nl}

1. mynd 13x18cm,

{nl}

1.mynd 9x12cm og síðan fjórar passamyndir.

Vinsamlegast athugið að vefurinn er ljósmyndavefur og öllum opinn.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is