Stærðfræðinámskeið fyrir forráðamenn

6.10.2010

Fyrirhugað er að halda stærðfræðinámskeið fyrir forráðamenn nemenda í 1. – 4. bekk annars vegar og forráðamenn nemenda í 5. - 7. bekk hins vegar, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin verða með svipuðu sniði og í fyrra. Á námskeiðunum verður farið stuttlega í stærðfræðihluta Aðalnámskrár grunnskóla og kynntar þær áherslur sem þar koma fram. Síðan verður kynning og kennsla á þeim aðferðum og leiðum sem nemendur læra í skólanum.

{nl}

1.- 4. bekkur, þriðjudaginn 19. október kl. 17:30 – 19:00 Verð: 1000 kr. á fjölskyldu.

{nl}

Kennarar: Elín Þórarinsdóttir og Steinunn Jenný Skúladóttir.

{nl}

5. – 7. bekkur, þriðjudaginn 12. október kl. 18.00 -19:30. Verð: 1000 kr. á fjölskyldu.

{nl}

Kennarar: Halldóra Lára Benónýsdóttir og Rósa Lyng Svavarsdóttir.

{nl}

Greiðsla fer fram á námskeiðinu, ekki er tekið við kortum.

{nl}

Áhugasamir skilið þátttökumiða til umsjónarkennara eða á skrifstofu skólans.

{nl}

Einnig verður námskeið fyrir forráðamenn nemenda í 8. bekk miðvikudaginn 10. nóvember kl. 17:30-19:30 og í 9. bekk fimmtudaginn 11. nóvember kl. 17:30-19:30. Kennarar verða Ingibjörg Sveinsdóttir  og Tinna Björk Bryde. Nánar auglýst síðar.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is