Umferðar ÁMINNING

29.9.2010

Neðangreint bréf barst skólastjóra í morgun - hvet alla ökumenn til að íhuga vel það sem þar kemur fram.

{nl}

 

{nl}

"...   Sæll Leifur,

{nl}

Vildi bara láta þig vita að ég er búin að keyra stúlkurnar mínar fáa daga í skólann síðan "göngum í skólann" hófst.  En alltaf þegar ég keyri þær, sé ég börn reyna komast yfir gangbrautina næst skólanum en það gengur mjög illa.  Sumir hleypa börnunum sínum út á gangbrautinni, þannig að aðrir óþolinmóðir bílstjórar keyra framhjá þeim bílum og yfir gangbrautina sem börnin eru að reyna að komast yfir.

{nl}

 

{nl}

Um daginn var ég stopp við gangbrautina og var búin að hleypa mínum út (langt frá gangbrautinni) þá tekur bíll fram úr mér, um leið og barn var að ganga yfir...Þetta er skelfingarástand og ég held að sumir foreldrar keyri hreinlega börnin sín i skólann, því þeir eru hræddir um að þetta sé ekki öruggt svæði fyrir börnin þeirra að ganga yfir.

{nl}

 

{nl}

Ég er svo sem ekki með neina lausn á málinu, en ég hef sent þér reglulega bréf á haustin varðandi þessi mál. Þú hefur verið svo góður að setja áminningu í Flórgoðann, en það virðist bara ekki duga..“

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is