Ertu virkt foreldri?

23.9.2010

Kæru foreldrar... þökkum fyrir frábæra mætingu á fundinn og uppbyggilegar umræður.

{nl}

Þriðjudagskvöldið 28.september kl. 20-22 verður Helga Margrét hjá Heimili og skóla með erindi fyrir foreldra á sal skólans þar sem hún fjallar um mikilvægi foreldrasamstarfs. Ef foreldrar eru virkir í foreldrasamstarfi getur það haft úrslitaáhrif á líðan barnanna og námsárangur. Allir eru velkomnir og eru bekkjartenglar sérstaklega hvattir til að mæta.
 
Það er mikilvægt að rödd foreldra heyrist og því fer Helga Margrét yfir hvernig bekkjartenglar geta breyst úr skemmtanastjórum í virka þátttakendur sem styðja við skólastarfið.

Að erindi loknu verður hópastarf og verkefnavinna þar sem rýnt verður ofan í foreldrasamstarf í Áslandsskóla og hvernig má bæta það.

{nl}

Kaffi og konfekt á boðstólnum.

{nl}

Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á foreldrafelag@aslandsskoli.is fyrir kl. 16 á mánudag (nafn, nafn barns og bekkur).

{nl}

Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn foreldrafélagsins


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is