Sigur í Stóru Upplestrarkeppninni

24.3.2010

Hanna Lind Sigurjónsdóttir nemandi í Álfaheimum sigraði í Stóru Upplestrarkeppninni á lokahátíð í Hafnarborg í gær.

{nl}

Alls tóku 18 nemendur úr öllum grunnskólum Hafnarfjarðar og Álftanesskóla þátt í lokahátíðinni og voru Hanna Lind og Silja Rós Pétursdóttur sem einnig er í Álfaheimum, fulltrúar Áslandsskóla.

{nl}

Stúlkurnar stóðu sig báðar frábærlega vel og voru skólanum til mikils sóma. Lásu þær texta sinn og ljóð fumlaust, skýrt og einstaklega tært og fallega.

{nl}

Þegar dómarar höfðu ráðið ráðum sínum kom síðan í ljós að Hanna Lind stóð uppi sem sigurvegari.  Þetta er í annað sinn sem Áslandsskóli á sigurvegara í keppninni en Ásta Margrét Eiríksdóttir sigraði í keppninni fyrir fjórum árum síðan.

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is