Stórkostleg menningarvika

19.3.2010

Stórkostlegri menningarviku er nú að ljúka í Áslandsskóla.

{nl}

Í morgun komu allir nemendur og starfsmenn skólans saman á sal til að fagna afrakstrinum.  Þar voru nokkur atriði á sviði, atriði sem voru á dagskránni á menningarhátíð gærdagsins.

{nl}

Geysileg aðsókn var allan daginn og voru bílastæði yfirfull.  Gestir létu kræsingar og þjónustulund elstu nemendanna heldur ekki framhjá sér fara á Café Ásland á efri hæðinni.  Þaðan fóru margir mettir.  Bros var á hverju andliti.

{nl}

Allir bekkir skólans fengu bláan fugl í viðurkenningarskyni fyrir að gera menningarvikuna framúrskarandi vel.

{nl}

Ég vil óska nemendum og starfsfólki öllu til hamingju með frábæra frammistöðu.

{nl}

Leifur S. Garðarsson, skólastjóri


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is