Tæp 1200 þúsund til Mæðrastyrksnefndar

23.12.2009

Nemendur, forráðamenn og starfsfólk Áslandsskóla sleppa árlega "pakkajólum" í skólanum en styrkja þess í stað Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar skömmu fyrir jólahátíðina.

{nl}

Leifur S. Garðarsson skólastjóri afhenti fulltrúa Mæðrastyrksnefndar styrk frá skólasamfélaginu í Áslandi, skömmu fyrir jólaleyfi.

{nl}

Styrkurinn í ár var hærri en hann hefur áður verið eða krónur 247.743 og er einstaklega ánægjulegt að sjá samhuginn í skólahverfinu okkar.

{nl}

Á sjö árum hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla því styrkt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar um 1.168.153. - krónur.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is