Sameiginleg morgunstund í morgun

5.10.2009

Fyrsta sameiginlega morgunstund skólaársins var í morgun.

{nl}

Þá hópuðust allir nemendur skólans á sal, utan 9. árgangs sem lagði af stað að Laugum í Sælingsdal í morgunsárið.

{nl}

Nemendur í Baldursheimum sýndu tvö leikrit, drengir úr Jötunheimum sýndu Michael Jackson dans, stúlkur úr 7. árgangi sungu Sálarlag og litli kór söng Dvel ég í draumahöll.

{nl}

Þá voru háttvísustu bekkir deilda útnefndir en það voru Hetjuheimar, Óðinsheimar og Tunglheimar.  Bekkirnir fengu viðurkenningarskjal og bláan fugl.  Til lukku með það.

{nl}

Að lokum fóru nemendur með skólaheiti og sungu skólasönginn.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is