Vel tekið á því á útileikjadegi

9.9.2009

Útileikjadagur er í Áslandsskóla í dag 09.09.09.

{nl}

Kl. 09.09 í morgun þreyttu nemendur skólans Norræna skólahlaupið, nemendur í unglingadeild hlupu hring í hverfinu en nemendur í 1.-5. bekk á Ásvöllum.

{nl}

Kappið var mikið og fóru nokkrir eldri nemenda fjölmarga hringi.  Fjölmargir starfsmenn skólans hlupu að sjálfsögðu með nemendum, margir klæddir "maraþon" treyjum sínum, frá í Reykjavíkurmaraþoni á dögunum.

{nl}

Í kjölfarið var nemendum skipt upp í hópa sem fóru í gegnum fjölmargar skemmtilegar leikjastöðvar.

{nl}

Gaman var að sjá gleðina skína úr andlitum nemenda og starfsmanna í blíðunni í fjallinu okkar fagra.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is