Viðbragðsáætlun almannavarna fyrir Áslandsskóla

27.8.2009

Viðbragðsáætlun almannavarna fyrir Áslandsskóla er nú tilbúin.

{nl}

Viðbragðsáætlun þessi segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Áslandsskóla í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu.   

{nl}

Markmið viðbragðsáætlana skóla eru að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra skólastofnana sem og starfsmanna þeirra þegar til inflúensufaraldurs kemur.

{nl}

Við gerð áætlunarinnar er meðal annars  stuðst við lög um almannavarnir nr. 82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997.

{nl}

Áætlunin er í samræmi við Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu.

{nl}

 

{nl}

Áætlunina má finna með því að smella á tengilinn: Skólinn, vinstra megin á forsíðu.

{nl}

Forráðamenn eru hvattir til að kynna sér áætlunina.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is