My World verkefni í Sevilla

13.2.2009

Þessa dagana eru Jenný B. Rúnarsdóttir enskukennari, Úlfar Daníelsson tölvukennari og Leifur S. Garðarsson skólastjóri í Sevilla á Spáni á verkefnafundi vegna Comeniusarverkefnis skólans.

{nl}

Þátttakendur auk Áslandsskóla eru skólar frá Sevilla á Spáni, Budapest í Ungverjalandi og Longworth og Appelton á Englandi.

{nl}

Í dag var mikil hátíð í skólanum í Sevilla og sýndi okkar fólk m.a. hluta verkefna nemenda skólans og vöktu þau mikla athygli.  Dagskráin var frá 8.30 - 16.30 og var ekki laust við að okkar fólk horfði girndaraugum út um gluggann, því fyrir utan skein sólin og hitastigið 19 gráður.

{nl}

Íslendingum var mikill áhugi sýndur og þurfti fólk að halda stutta tölu um -dóttir og -son, hitastig á Íslandi, íbúafjölda og fleira.

{nl}

Spánverjar sýndu dans og leystu okkar fólk út með gjöfum, til að mynda olivuolíu, olivum sem ræktaðar eru í næsta nágrenni og fleiru skemmtilegu.

{nl}

Ferðalangar skila bestu kveðjum heim - en á morgun verður farið í skoðunarferðir um Sevilla og næsta nágrenni.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is