Góð mæting á forvarnarspjall í gærkveldi

8.12.2008

Góð mæting var á forvarnardagskrá í Áslandsskóla í gærkveldi.

{nl}

Dagskráin, sem var fyrir forráðamenn nemenda í 8.-10. bekk, var fræðandi og um hana spunnust góðar og nauðsynlega umræður.  Þennan sama dag og daginn áður var Magnús Stefánsson hjá Marita búinn að eiga fundi með nemendum í unglingadeild skólans.

{nl}

Magnús sýndi myndband í upphafi dagskrár í gærkveldi eftir að skólastjóri bauð gesti velkomna.  Álfgeir og Hrefna frá Rannsókn og greiningu fræddu gesti síðan um niðurstöðu könnunar fyrir Áslandsskóla varðandi vímuefnanotkun.  Í kjölfarið var Magnús með fyrirlestur og Jóhannes lögregluþjónn lokaði síðan dagskránni.

{nl}

Skólinn vill þakka þeim sem sýndu dagskránni áhuga og mættu í gærkveldi.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is