Frá Námsmatsstofnun vegna samræmdra prófa í 10. bekk í vor

20.10.2008

Tilkynning um breytingu á ákvörðun menntamálaráðuneytis frá 23.09 um nemendur sem áður hafa þreytt samræmd próf.

{nl}

 

{nl}

 

{nl}

 

{nl}

Nýverið óskaði menntamálaráðuneytið eftir því að Námsmatsstofnun kæmi á framfæri við skólastjórnendur að ráðuneytið hefði endurskoðað ákvörðun sína sem tilkynnt var með bréfi ráðuneytis dagsettu þann 23. september síðastliðinn: 

{nl}

 

{nl}

Í kjölfar bréfs ráðuneytis, dags. 23. september 2008, um framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 10. bekk vorið 2009, hefur orðið vart nokkurrar óánægju með þá ákvörðun ráðuneytsins að allir nemendur 10. bekkjar, einnig þeir sem þreyttu samræmt lokapróf í íslensku, ensku eða stærðfræði vorið 2008, skuli gert að þreyta samræmt könnunarpróf vorið 2009 í sömu grein.

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að þeir nemendur 10. bekkjar sem þreyttu samræmt lokapróf í íslensku, ensku eða stærðfræði vorið 2008, hafa lokið grunnskólaprófi í viðkomandi grein og stunda í vetur nám í námsgreininni í framhaldsskóla megi velja hvort þeir þreyti samræmt könnunarpróf í námsgreininni næsta vor.

{nl}

 

{nl}

 

{nl}

Sem sagt, hafi nemandi, sem nú er í 10. Bekk, þreytt samræmt próf í íslensku, stærðfræði eða ensku vorið 2008 og stundar nám í framhaldsskólaáfanga í þeirri grein veturinn 2008-9, hefur hann val um hvort hann þreytir samræmt könnunarpróf í greininni vorið 2009.  Hafi þessi nemandi hinsvegar ekki stundað nám í framhaldsskólaáfanga í greininni skal hann þreyta samræmd könunarpróf í henni vorið 2009.

{nl}

 

{nl}

 

{nl}

Kveðja

{nl}

Sigurgrímur Skúlason

{nl}

Júlíus K. Björnsson


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is