Fjölmennasta sameiginlega morgunstund í sögu Áslandsskóla

19.10.2008

Sameiginleg morgunstund var í Áslandsskóla í morgun.  Stundin var sú fjölmennasta í sögu skólans, því nemendafjöldi hefur aldrei verið meiri.

{nl}

Dagskrá var glæsileg að vanda.

{nl}

Dagrún og Tanja úr Hrafnsheimum og Kristinn og Rebekka Rán úr Flókaheimum tendruðu kerti fyrir hornstoðirnar fjórar.

{nl}

Hanna Lind og Silja Rós úr Álfaheimum sungu um Arabadrenginn.

{nl}

Árdís Eva og Gunnhildur úr Óðinsheimum fluttu ljóð um samheldni.

{nl}

Eftir eitt stykki afmælissöng sýndu drengir úr Ásheimum dans við kunnuglegt Stuðmannalag og "stóðu þétt saman".

{nl}

Þá voru nemendur úr Fjallheimum með sniðuga spurningakeppni þar sem kennarar voru keppendur.

{nl}

Álfaheimar voru útnefndir háttvísasti bekkurinn og hlutu að launum bláa fuglinn, viðurkenningarskjal og bikar til varðveislu fram að næstu morgunstund.

{nl}

Að lokum fóru allir með skólaheitið og sungu skólasönginn.

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is