Forseti Íslands og frú í heimsókn ásamt Danaprins og prinsessu

14.4.2008

Næst komandi mánudag koma virðulegir gestir í heimsókn til okkar í Áslandsskóla.

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, heimsækja þá skólann okkar og með þeim í för verða danski prinsinn Frederik Andre Henrik Christian og kona hans Mary Elizabeth Donaldson.

Gert er ráð fyrir því að tekið verði á móti okkar virðulegu gestum í skólanum klukkan 13.30 þennan mánudag. Nemendur ættu alla jafna að vera búnir í skólanum á þessum tíma en ég óska þess að nemendur sjái sér fært að dvelja í skólanum og taka þátt í dagskrá á sal skólans til klukkan rúmlega 14.00.

Á sal verður um 30 mínútna dagskrá sem er í skipulagningu.

Einnig er rétt að minna nemendur á að klæðast skólafatnaði þennan dag sem aðra skóladaga.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is