ÓVEÐUR - UPPLÝSINGAR UM SKÓLAHALD Í FJALLINU

12.12.2007

Geysilegt óveður er nú í Áslandshverfi eins og víðar á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Afskaplega fáir nemendur eru í hverjum bekk en starfsfólk að sjálfsögðu á staðnum. Margir hafa gripið til þess ráðs að sækja eða koma ekki með börn sín í skólann.

Skólayfirvöld hvetja forráðamenn til að sækja börn sín nú þegar sé þess nokkur kostur, áður en veður versnar enn frekar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir nú þeim tilmælum til foreldra að þeir sendi börn sín ekki í skóla í dag. Ástæðan er hið mikla óveður sem nú geysar á sv-horni landsins.

Umsjónarkennarar munu á næstu mínútum hafa samband við forráðamenn og kanna stöðuna og hvernig málum verði best háttað með þeirra börn.

Í skólanum dveljum í rigningu og roki,
dreymin við rýnum langt út í geim.
Þarna fauk heill, heitur pottur með loki
best er sækja börnin - og heim.

Kveðja
Leifur S. Garðarsson
Skólastjóri

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is