Námsmatsmappa

20.11.2007

Í haust fór af stað nýbreytni í námsmati Áslandsskóla í formi námsmatsmöppu.

Námsmatsmappan er þróunarverkefni en markmið hennar er að upplýsa nemendur og forráðmenn jafnt og þétt um námsstöðu nemenda.

Námsmatsmappan fer heim fyrsta virka dag hvers mánaðar og er misjafnt milli árganga og mánaða hvað fer heim hverju sinni.
Próf og kannanir, matsblöð fyrir hópaverkefni og sýnishorn af vinnu nemenda eru dæmi um það sem fer í Námsmatsmöppuna.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is