LÉTTA LEIÐIN ER RÉTTA LEIÐIN

5.10.2007

Iðjuþjálfar beina sjónum sínum m.a. að þátttöku og virkni barna í leik og starfi í hinu daglega lífi. Meðal þess sem horft er á er notkun skólatöskunnar og vilja iðjuþjálfar vekja nemendur, foreldra sem og samfélagið í heild til umhugsunar um áhrif rangrar notkunar töskunnar á líkamlega heilsu barna og ungmenna.
Ef skólatöskur eru of þungar, illa hannaðar eða ekki rétt notaðar geta þær valdið bakverkjum og/eða öðrum stoðkerfisvanda.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is