Fín mæting á skólafærninámskeið

20.9.2007

Forráðamenn nemenda í 1. bekk sóttu fyrra kveldið af tveimur á skólafærninámskeiði í gærkveldi. Fín mæting var af hálfu forráðamanna og góður rómur gerður af dagskrá kvöldsins.

Leifur S. Garðarsson, skólastjóri, fjallaði um skólastefnu, reglur, hefðir og venjur. Sérkennari, námsráðgjafi og skólahjúkrunarfræðingur kynntu starf sitt. Farið var í ratleik og að því loknu borðuð dýrindis gúllassúpa.
Að því loknu fóru forráðamenn í heimastofu en þar var dagskrá með umsjónarkennara.

Síðari hluti námskeiðsins er í kvöld. Þá verður m.a. kynning á starfsemi foreldrafélagsins og foreldraráðs, kynning á skólaskrifstofunni og fyrirlestur frá Kolbrúnu Baldursdóttur skólasálfræðingi. Dagskráin í kvöld stendur frá kl. 18:00-21:00

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is