Málefni heilsdagsskólans

22.8.2007

Þannig er mál með vexti hér í Áslandsskóla að einungis nemendur í 1. og 2. bekk geta fengið inni í heilsdagsskóla Áslandsskóla, eins og staðan er í dag.

Viðmiðið er 15 nemendur pr starfsmann og það þýðir að við höfum ekki starfsfólk fyrir fleiri nemendur en sótt hafa um og eru í fyrstu tveimur árgöngunum.

Þannig eru rúmlega 80 börn í heilsdagsskólanum hér.

Auglýst hefur verið eftir starfsfólki og mun auglýsing birtast í helgarblöðum.

Með von að úr rætist

Leifur S. Garðarsson
Skólastjóri



Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is