Matarmál - frá matreiðslumanni

21.2.2007

Foreldrar / forráðamenn

Við í Áslandsskóla þurfum eilítið að taka höndum saman og ræða matarmálin við börnin okkar. Ruslapokarnir eru aðeins farnir að þyngjast þar sem nemendur henda of mikið af mat.

Það er ógerningur fyrir skólaliða og aðra starfsmenn að ganga eftir hverjum og einum og kanna hvernig máltíðin hefur gengið.

Meginreglan hjá okkur er að nemendur bragði á öllu, fá sér bara lítið af því sem er þeim framandi og þau eru að læra að borða.
Þannig fylgjum við eftir uppeldislegu hlutverki skólamáltíða samkvæmt manneldissjónarmiðum.

Forráðmenn hafa greitt fyrir máltíðirnar, það ásamt næringarsjónarmiðum er gott tilefni til umræðu við eldhúsborðið heima um gildi skólamáltíða.

Kveðja
Klara Björnsdóttir
Matreiðslumaður í Áslandsskóla

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is