Áslandsskóli styrkir Mæðrastyrksnefnd

15.12.2006

Nemendur og starfsfólk Áslandsskóla styrkja árlega Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar skömmu fyrir jólahátíðina.

Elísabet Valgeirsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar mætti í Áslandsskóla við lok jólskemmtunar nemenda í 6. bekk og veitti aurunum viðtöku úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra.

Styrkurinn í ár voru tæpar 150.000 krónur en nemendur skólans sleppa árlega pakkaleik en veita þess í stað fjármuna til þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.

Þetta er fjórða árið í röð sem þessi háttur er hafðu á hér í Áslandsskóla og á þessum fjórum árum hafa nemendur og starfsfólk skólans safnað alls 559.767 krónum til Mæðrastyrksnefndar.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is