Könnun um líðan lögð fyrir eftir helgina

20.9.2006

Á næstunni verða lagðar fyrir nemendur árlegar kannanir um líðan þeirra í skólanum. Á yngsta stigi verður farið inn á líðan nemenda inni í kennslustundum, frímínútum og íþróttum. Í könnuninni fyrir eldri nemendur, 4.-10. bekk, verður farið inn á vinnufrið, stríðni og almenna líðan í skólanum. Sambærileg könnun verður síðan að venju lögð fyrir í marsmánuði til samanburðar.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is