Frábær aðsókn á menningarhátíð

17.3.2006

Frábær aðsókn var á menningarhátíð skólans í gær, fimmtudaginn 16. mars. Óhætt er að segja að á sjöunda hundrað gesta hafi heimsótt skólans sem er frábær aðsókn.

Fjöldi fólks settist og gæddi sér á kræsingum í kaffihúsinu Café Ásland sem nemendur í 10. bekk héldu utan um. Hluti ágóðans fer í ferðasjóð 10. bekkja og hluti til ABC barnahjálpar en Áslandsskóli tekur þátt í uppbyggingu skóla á Indlandi, aðstoð sem hófst í fyrra.

Fulltrúi ABC kemur á sameiginlega morgunstund í skólanum föstudaginn 31. mars og veitir ágóðanum viðtöku.

Best stóðu sig án efa nemendur og starfsfólk fyrir frábæran undirbúning og utanumhald. Takk fyrir það - þið eruð frábær. Allir bekkir skólans fengu í morgun bláan fugl frá Leifi skólastjóra og Unni Elfu aðstoðarskólastjóra í þakklætisskyni.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is