Óskilamunir

31.5.2018

Mikið magn af óskilamunum frá nemendum er hér í skólanum. Þetta er t.d. fatnaður , íþróttaföt og skór. Búið er að flokka þetta og setja fram á borð í miðrými skólans. Á skrifstofu skólans eru einnig óskilamunir t.d. lyklar, skartgripir,  símar, gleraugu og ýmislegt fleira. 

Vinsamlegast komið við og athugið hvort eitthvað leynist frá ykkar barni. Eftir skólaslit verður allur óskilafatnaður gefinn til hjálparsamtaka.
 

 

Kær kveðja Starfsfólk Áslandsskóla


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is