Samræmd próf

23.2.2017

Samræmd próf, dagsetningar og próffyrirkomulag 9. og 10. bekkur. 

Dagana 7. til 10. mars verða samræmd könnunarpróf lögð fyrir í 9. og 10. bekk. Prófin hefjast kl. 8:30 og þurfa nemendur að mæta á prófstað í síðasta lagi 8:15.

Fyrirkomulag er eftirfarandi
Þriðjudagur 7. mars íslenska/enska 9. bekkur
Miðvikudagur 8. mars íslenska/enska 10. bekkur
Fimmtudagur 9. mars stærðfræði/enska 9. bekkur
Föstudagur 10. mars stærðfræði/enska 10. bekkur.

Á heimasíðu Menntamálastofnunar má nálgast upplýsingar varðandi prófin auk æfingaprófs sem nemendur geta notað til þess að æfa sig inni í prófkerfi sem notað verður í prófinu.
Mikilvægt er að nemendur séu vel upplagði, hafi fengið góðan nætursvefn og borðað morgunmat að morgni prófdaga. Einhver röskun getur orðið á skólastarfi þessa daga.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is