Samræmd próf endurtekin

Prófað 3. og 4. maí næstkomandi

18.4.2018

Mennta- og menningarmálaráðherra ákvað að veita nemendum í 9. bekk tækifæri til að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku.
Þetta þýðir að skólinn og foreldrar/forráðamenn hafa val um það hvort nemandi þreyti bæði prófin, annað prófið eða hvorugt.

Rétt er að taka fram að gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem fengið hafa einkunnir úr prófunum sem lögð voru fyrir í mars hafi lokið próftöku og þurfi því ekki þreyta próf að nýju. Vilji nemandi sem fékk einkunn úr fyrra prófi engu að síður þreyta próf að nýju þarf að tilkynna það til skólastjóra samkvæmt nánari fyrirmælum hans. Ef nemandi, sem áður hefur fengið einkunn í íslensku og/eða ensku, ákveður að þreyta próf að nýju mun nýja einkunnin gilda.

Ákveðið hefur verið að endurtekningarprófin verði:

Fimmtudagur 3. maí   Íslenska

Föstudagur 4. maí    Enska

 

Nemendur fá nánari upplýsingar þegar nær dregur.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is