Slæm veðurspá fyrir morgundaginn

9.12.2019

Slæm veðurspá er fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun.

Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir hverfum og svæðum.
Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema annað sé tilkynnt. Í upphafi skóladags getur tafist að fullmanna skóla. Skólinn verður engu að síður opinn og opnaður á sama tíma og venja er.

Foreldrar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í grunnskóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Hér eru frekari upplýsingar um röskun á skólastarfi.
http://www.aslandsskoli.is/stodtjonusta/afoll-og-vidbrogd-skola/

Eins og að ofan greinir vitum við í raun ekki hve vont veðrið verður og því tökum við stöðuna aftur snemma í fyrramálið.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is