Storm viðvörun

11.1.2018

Í dag er spáð suðaustan stormi á höfuðborgarsvæðinu, eða 18-25 m/s, og verður veðrið verst á tímabilinu frá kl. 16.30 - 19.30. Í svona veðri geta samgöngur raskast og hætt er við foki á lausamunum. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið.

Við hvetjum forráðamenn til þess að fylgjast vel með veðri og vindum.

Líklegt er að vissara sé að sækja þau börn sem dvelja í frístundaheimilinu Tröllaheimum fyrr en alla jafna.  Aðrir ljúka skóla rúmlega 1300 og ættu því að komast heim áður en veðrið skellur á.
Forráðamenn sem eiga börn í Tröllaheimum fá nánari upplýsingar þegar líður fram á daginn.

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is