Sveigjanlegur skóladagur

Próftaka og fleira

21.1.2019

Eins og fram kemur á skóladagatali þá er sveigjanlegur skóladagur í dag það hefur hins vegar misfarist að senda skeyti frá skólanum um til að minna á það.

Nemendur í 8. og 9. bekk mæta í próf kl. 10.30, fara í mat eftir próf og síðan heim til að undirbúa sig fyrir próftöku morgundagsins.

Nemendur í 10. bekk mæta kl 8.10 og fara í próf kl 8.30, fara síðan í mat og þaðan heim að undirbúa sig fyrir próftöku morgundagsins.

Einnig er sveigjanlegur skóladagur hjá nemendum í 1.-7. bekk.  Nemendur mæta í skólann kl. 8.10 og eru í skólanum fram yfir hádegisverð.

Þeir nemendur sem eiga dvöl í Frístundaheimilinu Tröllaheimum fara þangað að loknum hádegisverði.

Á morgun þriðjudag er síðan venjulegur skóladagur að því undanskildu að nemendur í 8.-9. bekk mæta ekki fyrr en 10.30 þegar þeirra próf hefst. 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is