Tímasetningar í skólastarfi næstu vikur

16.3.2020

Nemendur í 5.-7. bekk fá kennslu í klukkustund (8.10-9.10 og 9.30-10.30) hjá umsjónarkennara sínum. Bekkjum er skipt í tvennt, (út frá stafrófsröð nemenda) og fylgir nafnalisti með þessu bréfi. Hóparnir eiga ekki að hittast þegar einn hópur fer heim og annar kemur í skólann.

Ákveðin hreinsun fer fram í 20-30 mín. hléi.

Hver nemandi mætir því í eina klukkustund á dag.

Deildarstjóri mun afhenda nemendum ávöxt við útgang þegar farið er heim úr skóla.

Nemendur í þessum árgöngum ganga inn um aðalanddyri skólans og mun deildarstjóri opna og hleypa þeim inn skömmu áður en kennsla á að hefjast.

Nemendur í 8.-10. bekk fá kennslu í klukkustund (9.15-10.15 og 10.45-11.45) hjá umsjónarkennara sínum. Bekkjum er skipt í tvennt, (út frá stafrófsröð nemenda) og fylgir nafnalisti með þessu bréfi. Hóparnir eiga ekki að hittast þegar einn hópur fer heim og annar kemur í skólann.

Ákveðin hreinsun fer fram í 20-30 mín. hléi.

Hver nemandi mætir því í eina klukkustund á dag.

Deildarstjóri mun afhenda nemendum ávöxt við útgang þegar farið er heim úr skóla.

Nemendur í þessum árgöngum ganga inn um anddyri unglingadeildar skólans og mun deildarstjóri opna og hleypa þeim inn skömmu áður en kennsla á að hefjast.

Nemendur í 1.-4. bekk fá kennslu frá kl. 11.30-13.20 hjá umsjónarkennara sínum.

Nemendur í þessum árgöngum ganga inn um anddyri yngri deildar skólans og mun deildarstjóri opna og hleypa þeim inn skömmu áður en kennsla á að hefjast. Umsjónarkennarar nemenda í færanlegum kennslustofum munu hleypa þeim þar inn skömmu áður en kennsla skal hefjast.

Í upphafi fá nemendur hádegisverð í stofu. Eftir það eru nemendur áfram í stofunni þar sem starfsemi frístundaheimilis tekur við – fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir nú þegar.

Frístundaheimili lokar kl. 15 og nemendur fara heim og er hleypt sér út í hverri stofu þannig að hópar hittast ekki í skólahúsnæðinu.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is