UT fræðsla fyrir foreldra

27.9.2019

Upplýsingatækni leikur stórt hlutverk í nútíma skólastarfi. Því höfum við í Áslandsskóla ákveðið að bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra.

Búið er að tímasetja tvenns konar fræðslu í október á tveimur mismunandi tímum dagsins.
Rétt er að ítreka að um sams konar fræðslu er að ræða á tveimur ólíkum tímasetningum.

Ipadgrunnur

Megin markmið fræðslunar er að fara yfir spjaldtölvuna sjálfan, hvernig hún virkar og möguleika nemandans við að nota spjaldtölvuna við nám. Kynna markmið skólans varðandi notkun spjaldtölva og fara yfir stafræna borgarvitund.

Google Classroom

Hvað er Google Classroom

Google Classroom er umhverfi í skýjunum sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Helsti tilgangur Google Classroom er að einfalda ferli að deila verkefnum milli kennara og nemenda. Í öðrum orðum, það einfaldar vinnu við úgáfu, dreifingu og endurgjöf verkefna á rafrænu formi.

Megin markmið með Google Classroom fræðslunni er að kynna Google Classroom umhverfið fyrir foreldrum og það vinnuumhverfi sem nemendur eru að vinna í. 

Fræðsludagar fyrir áramót verða sem hér segir:

Miðvikudagur 16. okt kl. 8:10
Ipad grunnur

Fimmtudagur 17. okt kl. 17:00
Ipad grunnur

Miðvikudagur 30. okt kl. 8:10
Google Classroom

Fimmtudagur 31. okt kl. 17:00
Google Classroom

Fræðslan fer fram í fyrirlestrarsal skólans og eru foreldrar hvattir til að nýta sér þetta vel og mæta stundvíslega.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is