Veðurupplýsingar 13.-14. janúar

Gul veðurviðvörun

13.1.2020

Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frá sér eftirfarandi:

Gul viðvörun er nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið hefur verið að virkja röskun á skólastarfi fyrir morgundaginn, þriðjudaginn 14. janúar. Gula viðvörunin er í gildi frá klukkan 16 í dag, mánudag, og allan þriðjudaginn 14. janúar. Mögulega þarf að virkja áætlun um röskun skólastarfs fyrir lok skóladags á morgun þriðjudag, en upplýsingar þess efnis verða þá gefnar á morgun. Samkvæmt Veðurstofunni þá er spáin eftirfarandi: Norðaustan og síðar norðan 15-23 m/s, með skafrenningi og lélegu skyggni í fyrstu. Færð gæti spillst.

Sjá hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Kæru forráðamenn

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age are asked to accompany their children to school tomorrow morning, Tuesday the 14th, due to bad weather conditions.

Skólakveðja
Leifur skólastjóri


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is