Vinnustund um núvitund

Núvitund í uppeldi og menntun

7.2.2019

Þriðjudaginn 12. febrúar frá kl 19.30 til 21.00 býður skólinn í samstarfi við Núvitundarsetrið uppá vinnustofu um núvitund fyrir foreldra og forráðamenn. 

Kynnt verður hvað felst í núvitund í uppeldi og menntun, skoðað hvernig skólinn er að vinna með núvitund á öllum skólastigum ásamt því að prófa nokkrar æfingar sem nemendur eru að gera í skólanum og auðvelt er að æfa heima. 

Núvitund er athyglisþjálfun þar sem meðvitund um það sem er að gerast innra með manni sem og í umhverfinu er aukin. 

Rannsóknir sýna að núvitundarþjálfun getur til dæmis verið hjálpleg við nám og einbeitingu, stuðlað að aukinni stýrifærni og verið gagnleg til að takast á við kvíða og þunglyndi.   Með tiltölulega einföldum æfingum í daglegu lífi er hægt að þjálfa og auka núvitund sína og verður farið yfir hvaða leiðir hægt er að fara í því ásamt því að prófa stuttar núvitundaræfingar.


Áslandsskóli er að vinna að heildrænni innleiðingu núvitundar í skólastarfið með það að markmiði að stuðla að auknni seiglu og vellíðan allra þeirra sem skólasamfélaginu tilheyra og er þessi vinnustofa liður í því.


Hlökkum til að sjá ykkur sem flest


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is