Brjáluð vísindi

Fyrsti tíminn á miðvikudag í miðdeild

Þegar fréttamennirnir komu á staðinn voru nokkrir strákar í miðdeild að taka upp Ísland got talent og voru það fyndin atriði, svo var einn hópurinn að gera stop-motion videó með leikföngum og tóku það upp með ipad. Þessir menningardagar eru nú aðallega um tækni og vísindi sem næsti hópur var akkúrat að gera, þau voru búinn að ljósrita úr vísinda bók Villa og voru að gera skemmtilegar tilraunir úr henni. Og einn hópurinn var að setja upp fræðandi plaggöt eins og til dæmis um norðurljósin. Svo eins og alla hina dagana fóru sumir krakkar í Iðnskólann.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is