Grænt út í geim

Í unglingadeild er verið að rækta grænmeti fyrir Marsfara

Í unglingadeild er þemað Mars og ferðir til Mars en maður þarf alltaf að borða grænmetið sitt svo nemendur í unglingadeild eru að gera gróðrarstöð fyrir plönturnar, grænmetið og ávextina. Það er líka fínt að hafa plöntur svo þær ljóstillífi og búi til súrefni. Því á Mars vantar allt súrefni, mold og gróður. Svo ekki er hægt að rækta neitt þar úti. Og það er líka ekki nægilegt koltvíoxíð sem gerir það að verkum að það er of kalt.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is