Hraustir krakkar æfa Latabæjarleikrit

Krakkar í 3. bekk eru búnir að vinna hörðum höndum að æfingum fyrir leikritið sem sýnt verður fimmtudaginn 19. mars og krakkarnir vonast til að sjá sem flesta á sýningunni.

Krakkarnir mála leikmyndina sjálf. Krakkarnir æfa sig að syngja og dansa alveg til fimmtudags. Krökkunum er skipt í hópa hvaða persóna þeir eru, nokkrir leika Sollu stirðu og sumir Íþróttaálfinn og fleiri persónur. Þetta mun verða mjög skemmtilegt leikrit. Krakkarnir leggja sig allir fram og hafa æft mikið og leikritið mun án efa verða hin besta skemmtun fyrir áhorfendur


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is