Tilraunir í yngri deild

Krakkarnir í yngri deild voru að gera tilraunir í loks dagsins miðvikudag

Krakkarnir í yngri deild voru að leggja seinustu hönd á verkefnin sín til þess að geta sýnt á morgun fimmtudag, þar var hægt að sjá eldflaugar, geimverur með sögu um hana líka svo voru eldri krakkarnir sem voru að hjálpa í yngri deild að setja upp nokkur verkefni eins og stjörnumerki og eldflaugarnar. Nokkrir hópar voru að gera tilraunir eins og eldfjall og líka með margar gerðir af vökvum í krukku og setja síðan hluti í hana og sjá hvar hann hoppar. Svo var ein tilraunin um stöðurafmagn og var þetta allt mjög spennandi.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is