24.11.2023 : Göngum í skólann

Okkar árlega verkefni göngum í skólann gekk vel að vanda. Nú í ár voru það 4. bekkir og 7. bekkir sem gengu aðeins lengra en aðrir. Það er gaman frá því að segja að þessir árgangar sigruðu einnig í fyrra.


...meira

9.11.2023 : Flórgoðinn kominn út

Smellið á linkinn til að lesa Flórgoðann fréttabréf Áslandskóla: https://issuu.com/florgodinn/docs/fl_rgo_inn_nov2023

...meira

9.11.2023 : FÖRUM VARLEGA Í UMFERÐINNI

Nú er gott veður og mjög gaman að leika sér úti. Mikil erum um nemendur í umferðinni í hverfinu okkar okkar, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.

Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. En þeir sem aka börnum sínum í skólann er bent á akavarlega og virða gangbraut við bílastæði þar sem myrkur, skyggni og lýsing er breytilegt. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi. Áður en barn fer eitt af stað er mikilvægt að það kunni umferðarreglur, hvernig þau eiga að komast yfir götu (t.d. yfir gangbraut) að þau þekki öruggustu leiðina og að þeim sé í raun treystandi til að hjóla án fylgdarmanns.

Hafnarfjarðarbær gaf öllum nemendum í 1. Bekk endurskinsmerki þannig að allir eiga að sjást vel í myrkrinu. Mjög mikilvægt að við öllu gætum að því að hafa endurskinsmerki og sjást vel. Hvetjum við sem koma á bílum að aka varlega um hverfið og í kringum skólann.

 

...meira

4.11.2023 : Vinavika í Áslandsskóla 6. - 10.nóv.

Við ætlum að gera okkur dagamun og breyta frá hefðbundinni kennslu mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Þessa þrjá daga verður kennsla frá 8:10-13:10 og frístundaheimili opnar kl. 13:10 alla dagana fyrir þá sem þar eiga pláss. Það verður síðan kennsla skv. stundaskrá fimmtudag og föstudag.

Á mánudaginn munum við setja vinavikuna á sal og hafa söngstund fyrir alla nemendur og starfsfólk.Þriðjudag og miðvikudag ætlum við að hafa Fjölgreindarleika og þá er nemendum skipt í hópa og fer hópurinn á ýmsar stöðvar um allan skólann þessa tvo daga.

Fimmtudaginn og föstudaginn verður kennsla skv. stundaskrá en við endum vinavikuna með sameiginlegri morgunstund á föstudeginum kl. 8:10.

Við hlökkum til að eiga vinalega viku með nemendum og starfsfólki.

...meira

27.10.2023 : Lestrarverkefnið LÆK

Barnabókahöfundarnir, Gunnar Helgason og Bergrún Íris Sævarsdóttir heimsóttu Áslandsskóla á dögunum og ýttu úr vör lestrarverkefninu LÆK. Verkefninu er ætlað að efla lestur og lesskilning nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar og munu þau skrifa alls 18 smásögur í samstarfi við kennara og nemendur á mið- og unglingastigi í níu grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar.

Í kjölfar heimsóknarinnar sendu allir nemendur inn hugmynd að söguefni sem mátti vera eitt orð, nafn eða heilsteypt hugmynd auk þess að senda inn tillögur að nöfnum á sögupersónur.

Þann 18. september drógu höfundar svo hugmyndirnar úr potti hvers skóla og skólastigs. Hvor höfundur um sig réði fjölda dreginna hugmynda og hætti þegar hann taldi að nóg væri komið í heila sögu. Það verður því spennandi að sjá hvernig Bergdís hnoðar saman hugmyndum miðdeildar og Gunnar Helga hugmyndum unglingadeildar.


...meira

Fréttasafn


Fróðleikshornið

Mánaðanöfn samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi:

Nákvæm dagsetning er mismunandi eftir árum.

Þau eru þessi:

...meira

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar.

...meira

Fleiri fróðleiksmolar


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is