Hvað gerir bekkjartengill?
Hlutverk bekkjartengla er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar.
Það er yfirleitt fyrsta hlutverk bekkjartengla að kalla foreldra í bekknum saman til að ræða um hvað þeir leggja til að gert verði um veturinn og á þeim vettvangi er t.d. bekkjarandinn, tengslanet foreldra, upplýsingaflæðið milli foreldra og skóla og uppeldisleg gildi til umræðu. Boðun á slíka fundi er lykilatriði og gott að fá umsjónarkennara í lið með sér t.d. að setja tilkynningar um fundi á Viðhorf foreldra til náms, stuðningur foreldra við börn sín í náminu, áhugi þeirra á námi barnanna og samstarf foreldra við aðra foreldra getur skipt sköpum fyrir barnið, líðan þess, námsárangur og velferð. Það er því mikilvægt að foreldrar kynni sér vel með hvaða hætti þeir geti átt samstarf sín í milli og við skóla barnsins.
Til að hafa umsjón með bekkjarstarfi foreldra eru fengnir sérstakir fulltrúar, svokallaðir bekkjartenglar eða bekkjarfulltrúar úr foreldrahópnum. Oft eru þeir kosnir eða skipaðir á námsefniskynningum á haustin. Einnig er gott að kynna bekkjartengla eftir að þeir eru kosnir svo allir foreldrar viti hverjir eru bekkjartenglar í bekk barna sinna og hvert hlutverk þeirra er. Mikilvægt er að tengsl bekkjartengla við stjórn foreldrafélags séu skilgreind og einnig að þessir aðilar hittist regulega og ræði um skólastarfið.
Hér að neðan er handbók foreldrafélaga grunnskóla sem Heimili og skóli gaf út. Mikið af bgóðum upplýsingum um bekkjartengla.
Handbók foreldrafélaga grunnskóla
- Eldri færsla
- Nýrri færsla