Frístundaheimili

Frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára.

Skrifstofa æskulýðsmála í Hafnarfirði sér um starfsemi frístundaheimila í umboði Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðarbæjar. Starfsmenn eru Geir Bjarnason æskulýðs- og forvarnarfulltrúi, Andri Ómarsson og Linda Hildur Leifsdóttir verkefnastjórar.

Frístundaheimilin eru opin eftir að skóla lýkur til kl. 17 alla virka daga. Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi. Sækja þarf sérstaklega um vistun á þessum dögum. Nánari upplýsingar varðandi umsóknir um þessa daga eru sendar til foreldra áður en að þeim kemur. Frístundaheimilin  eru lokuð alla rauða almanaksdaga og í vetrarfríi skólanna.

Skráning í frístundaheimili fer fram á Mínum síðum á hafnarfjordur.is. Óskir um breytingar þarf að senda á "Mínum síðum" eins og um nýja umsókn sé að ræða. Uppsagnir sendast verkefnastjóra í tölvupósti.

Sími: 585-5500
Heimasíða: www.tomstund.is
Netfang: ith@hafnarfjordur.is

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is