Matarmál

 

Matseðill mánaðarins

Matartorg.is

Matar-og nestismál

Í Áslandsskóla er starfrækt framleiðslueldhús og er boðið uppá þrenns konar áskriftir. Foreldrar skrá sig inná matartorg.is til að skrá börnin í viðeigandi áskriftir. Skrifstofa skólans úthlutar foreldrum þar til aðgerðum aðgangi, ef breyta þarf áskrift/um á eftir að skólastarf er hafið er þörf á að hafa beint samband við skrifstofu skólans.

 

  • Hádegismatur, alla daga fyrir alla nemendur.
  • Ávaxtaáskrift, alla daga fyrir nemendur 1 – 7 bekkjar.
  • Síðdegishressing, alla daga nema fimmtudaga fyrir nemendur 5 – 10 bekkjar

 Einnig er hafragrautur í boði skólans alla morgna fyrir byrjun skóladags fyrir alla nemendur.

Nemendur eru í mat á eftirtöldum tímum

  •  1. bekkur kl. 10:50
  • 2 – 5 bekkkur kl. 11:10
  • 6 – 10 bekkur kl. 11:35

 Hádegismatur sem keyptur er í mataráskrift er snæddur í matsal skólans. Þeir nemendur sem koma með nesti að heiman snæða það á efri hæð.

Nemendur fá stuttan tíma fyrir morgunhressingu (eingöngu drykkur/ávöxtur/grænmeti) sem þeir koma með að heiman. Ekki er leyfilegt að koma með sætindi, kökur og gos í skólann.

Ef forráðamenn nemenda í unglingadeild óska eftir því að nemendur komi heim í hádegismat þurfa þeir að skrifa undir formlegt leyfi á þar til gert eyðublað og skila til umsjónarkennara.

Umsjónarmaður mötuneytis er Sigþór Marteinsson, matreiðslumaður, að auki aðstoða aðrir starfsmenn við framreiðslu og annað.

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is