Matarmál
Matseðill
Mateðill fyrir janúar
Matar-og nestismál
Nemendur fá stuttan tíma fyrir morgunhressingu (eingöngu drykkur/ávöxtur/grænmeti) sem þeir koma með að heiman. Þeir nemendur sem þess óska geta keypt drykkjaráskrift og/eða hádegismat í skólanum. Umsjónarmenn sækja drykkjaráskrift í kæli hjá matsal.
Hádegismatur sem keyptur er í mataráskrift er snæddur í matsal skólans. Þeir nemendur sem koma með nesti að heiman snæða það á efri hæð.
Ef forráðamenn nemenda í unglingadeild óska eftir því að nemendur komi heim í hádegismat þurfa þeir að skrifa undir formlegt leyfi á þar til gert eyðublað og skila til umsjónarkennara.
1. bekkur fer í mat klukkan 10:50, 2. - 5. bekkur klukkan 11:10 og 6. - 10. bekkur klukkan 11:35.
Ekki er leyfilegt að koma með sætindi, kökur og gos í skólann.
Mötuneyti Áslandsskóla
Í Áslandsskóla er starfrækt framleiðslueldhús þar sem boðið er uppá hádegisverð fyrir alla nemendur skólans.
Nemendur/forráðamenn skila inn matarpöntunarblaði og eru eftir það skráðir í mat. Ætli nemandi að hætta í mat þarf forráðamaður að tilkynna um slíkt með minnst tveggja vikna fyrirvara á skrifstofu skólans.
Umsjónarkennarar fá í hendur lista yfir umsjónarnemendur í mat og matarmiða sem þeir dreifa í sínum umsjónarbekk. Nemendur afhenda síðan miða við eldhús þar sem matur er skammtaður. Engin árgangur hefur matarmiða í sama lit.
Í eldhúsi Áslandsskóla starfa Sigþór Marteinsson matreiðslumaður og Sigurlaug Gunnarsdóttir.
Auk þess aðstoðar fleiri skólaliðar við framreiðslu.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla