Veikindi og forföll nemenda

Öll veikindi ber að tilkynna á skrifstofu skólans daglega í síma eða með tölvupósti (aslandsskoli@aslandsskoli.is) strax að morgni. Einnig er hægt að tilkynna veikindi nemenda í gegnum Mentor. Ef nemandi á að vera inni í frímínútum þá þurfa foreldrar/forráðamenn að óska eftir því skriflega til umsjónarkennara. Innivera miðast við tvo daga eftir veikindi. Nemandi sem á að vera inni í frímínútum bíður fyrir framan skrifstofu.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is