Móttaka nýrra nemenda

Móttaka 1. bekkjar

Nemendur í 1. bekk mæta á skólasetningu. Daginn eftir mæta þeir ásamt forráðamönnum í viðtal til umsjónarkennara. Næsta dag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Nýr nemandi við upphaf skólaárs í 2. - 10. bekk

Þegar nemandi er skráður nýr í skólann raðar aðstoðarskólastjóri viðkomandi í bekk og kemur upplýsingum til umsjónarkennara og deildarstjóra

Nýr nemandi á miðjum vetri

Þegar nemandi er skráður nýr í skólann raðar aðstoðarskólastjóri viðkomandi í bekk og kemur upplýsingum til umsjónarkennara og deildarstjóra. Áður en nemandinn byrjar í skólanum boðar umsjónarkennari, í samráði við deildarstjóra, hann ásamt forráðamönnum til viðtals. Gott er að biðja nemanda að taka með kennslubækur og gögn ásamt vitnisburði frá síðasta skóla.Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is