Námsráðgjöf

Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Námsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra.

Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi.
Allir nemendur og forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til námsráðgjafa. 
Endilega kynntu þér starf námsráðgjafa Áslandsskóla betur með því að smella á bækling um námsráðgjöf skólans hér að neðan.

Námsráðgjafi í Áslandsskóla er Anna Birna Rögnvaldsdóttir
annabirna@aslandsskoli.is

Gagnlegt efni
Tilvisun-til-nams-og-starfsradgjafa


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is